Um þessar mundir sýnir RÚV þáttinn Tónahlaup þar sem Jónas Sen fer með ólíka tónlistarmenn í nokkra grunnskóla á Íslandi. Í þættinum eru ný lög samin af tónlistarmönnunum sem eru síðan frumflutt af börnum og unglingum.
Eins og Hafnarfréttir greindu frá í lok janúar á síðasta ári þá varð Grunnskólinn í Þorlákshöfn fyrir valinu og kom tökulið frá RÚV í skólann. Skólinn fékk það verkefni að flytja lag eftir tónlistarkonuna Lay Low.
Annað kvöld er komið að krökkunum úr Þorlákshöfn og verður gaman að fylgjast með útkomunni á lagi Lay Low. Þátturinn hefst kl. 20:05.