Einar Árni í Sportþættinum: Yrði mikið fagnaðarefni ef Græni drekinn myndi fjölmenna á völlinn

einar_arniNú eru einungis þrír dagar í fyrsta leik Þórs í Dominos-deildinni í körfubolta en liðið fær Keflavík í heimsókn á föstudaginn.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var í skemmtilegu viðtali í Sportþættinum á Suðurland FM í gærkvöldi. Þar ræddi Gestur frá Hæli við þjálfarann um komandi tímabil í körfunni.

Hægt er að hlýða á viðtalið í spilaranum hér að neðan en þar segir Einar meðal annars að það yrði mikið fagnaðarefni ef Græni drekinn myndi fjölmenna á völlinn í vetur og styðja við bakið á Þórsurum.