Velkomin(n) í stuðningsmannahóp Þórs

græni drekinnMeistaraflokkur Þórs átti mjög flott Lengjubikarsmót og komst alla leið í úrslitakeppnina. Þeir lögðu Hauka að velli, í mjög spennandi leik, 83 – 82, í undanúrslitum og fengu stórlið Stjörnunnar í úrslitum. Strákarnir urðu að sætta sig við silfrið en þeir eru reynslunni ríkari. Lokatölur 72 -58.

Árangur á undirbúningstímabilinu lofar góðu og verður spennandi að fylgjast með drengjunum okkar í vetur. Fyrsti leikur Þórs í Domínos deildinni er föstudagskvöldið 16. október kl. 19:15 í Icelandic Glacial höllinni og fáum við  Keflvíkinga í heimsókn. Stuðningsmenn og -konur Þórs eru hvött til þess að styðja við liðið og býðst öllum að skrá sig í hóp stuðningsmanna liðsins sem felur í sér ýmis fríðindi fyrir utan aðgang á alla heimaleiki liðsins í Íslandsmótinu í vetur. Hægt er að kaupa árskortin á heimasíðu Þórs.

Fylgist vel með fésbókarsíðu deildarinnar,  Þór Þorlákshöfn.  Áfram Þór !!