Vel heppnað Herrakvöld Þórs – myndir

Herrakvöld3Mikið fjör var á Herrakvöldi körfuknattleiksdeildar Þórs sem haldið var í Ráðhúsi Ölfuss í gærkvöldi.

Þorsteinn Guðmundsson var með bráðfyndið uppistand og Einar Árni þjálfari Þórs hélt skemmtilega ræðu. Raggi Nat sá um að stýra PubQuiz spurningakeppni og happdrættið var á sínum stað þar sem allskyns vinningar voru í boði. Að lokum var stórskemmtilegt uppboð á hinum ýmsu pökkum eins og t.d. ljósmyndum, árituðum íþróttabúningum og hótelgistingum svo fátt eitt sé nefnt.

Maturinn var í höndum Finns Andréssonar sem naut aðstoðar leikmanna meistaraflokks en maturinn sló rækilega í gegn. Í boði var dýrindis humar í forrétt og í aðalrétt var frábært lambakjöt með bakaðri kartöflu og með því.

Hafnarfréttir voru að sjálfsögðu á staðnum og smelltu af nokkrum símamyndum.