Myndasafn úr Bændaglímunni

bændaglíma20Í dag fór Bændaglíma Golfklúbbs Þorlákshafnar fram en það er golfmót þar sem reglurnar eru aðeins óhefðbundnari og skemmtilegri heldur en í venjulegu gólfmóti. Ýmsar skemmtilegar þrautir voru lagðar fyrir kylfinga á vellinum en þátttakan í ár var mjög góð.

Svanur Jónsson og Óskar Logi Sigurðsson leiddu sitthvort liðið. Við hjá Hafnarfréttum erum ekki með á hreinu hvor bóndinn vann mótið enda skiptir það engu máli.

Eins og sjá má á myndunum sem fylgja með þessari frétt var létt yfir hópnum  og vonandi er þetta mót komið til að vera.

Myndirnar og myndbandið fengum við frá Óskari Gíslasyni og þökkum við honum kærlega fyrir.