Grétar og Raggi Nat eru X-factorinn í Þórs liðinu

gretar01Vefurinn Sport.is hefur tekið sig til og útbúið góða upphitunarpistla fyrir Dominos-deildina sem hefst 15. október nk. Ítarleg umfjöllun er um liðin í deildinni og í gær voru Þórsarar teknir fyrir

Í umfjölluninni um Þór er nefnt að einn helsti styrkleiki liðsins séu íslensku miðverðirnir Grétar og Raggi Nat.

Grétar var í liði seinni umferðanna á síðusta tímabili og átti sitt allra besta tímabil á ferlinum. Tók stöðu Ragnars óaðfinnanlega á tímabilinu og gott betur. Hann og Ragnar Nat verða illviðráðanlegir undir körfunni. Fá lið státa sig af jafn sterkum leikmönnum undir körfunni og verða þeir að nýta sér það. Raggi Nat kemur í Eurobaket forminu og saman eru þeir Grétar X-factorinn í Þórs liðinu.

Viljum við benda öllum áhugasömum að skoða greinina inni  á Sport.is.