Þórsurum spáð 5. sæti í Domino’s-deildinni

dominos2015karlar
Mynd: Jón Björn / karfan.is

Í dag fór fram árlegur blaðamannafundur KKÍ og Domino’s í Laugardalshöllinni þar sem kynnt var spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni.

Þórsurum var spáð 5. sæti í karlaflokki en Íslandsmeisturum KR spáð toppsætið nokkuð afgerandi. Fyrirliði Þórs, Emil Karel Einarsson, mætti á fundinn fyrir hönd Þórsara.

Hér að neðan má sjá spána í heild sinni.

 1. KR – 426
 2. Tindastóll – 362
 3. Stjarnan – 354
 4. Haukar – 340
 5. Þór Þorlákshöfn – 270
 6. Njarðvík – 234
 7. Grindavík – 226
 8. Keflavík – 175
 9. FSu – 141
 10. Snæfell – 105
 11. ÍR – 95
 12. Höttur – 74