Stelpurnar stóðu sig með glæsibrag í Tónahlaupi

tonahlaup01Sjö stelpur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn komu fram í þættinum Tónahlaup sem sýndur var á RÚV í kvöld.

Þær æfðu og fluttu frumsamið lag eftir Lay Low og gerðu það með glæsibrag. Stelpurnar heita Arna Dögg Sturludóttir, Ása Hlín Helgadóttir, Bergrún Gestsdóttir, Birta Óskarsdóttir, Heiðrún Elva Björnsdóttir, Ólöf Selma Bárðardóttir og Talía Fönn Ottósdóttir.

Þeir sem misstu af þættinum geta horft á hann í Sarpinum með því að smella hér.