Íbúafundur: Kynning á endurskoðun Aðalskipulags Ölfuss, 2010-2022

radhus01Íbúa-/kynningarfundur á endurskoðun á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 verður í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 20:00.

Á dagskrá verður m.a. sagt frá:
1. Iðnaðarlóðum vestan við Þorlákshöfn, sem m.a. eru hugsaðar fyrir fiskþurrkun.
2. Uppbyggingu á þjónustulóð við Skíðaskálann í Hveradölum.
3. Uppbygging á þjónustulóð á Óseyrartanga.
4. Lagfæringar á Skrúðgarðinum og bætt aðkoma að Þorlákshöfn.

Þess er vænst að sem flestir íbúar Ölfuss mæti og taki þátt í umræðu við endurskoðun á aðalskipulaginu.

Sveitarfélagið Ölfus