Öðruvísi foreldradagur: Morgunverðarborð að hætti hótela

foreldradagurHinn árlegi foreldradagur Grunnskólans í Þorlákshöfn var haldinn í morgun og var hann með breyttu sniði í ár.

„Umsjónarkennarar voru búnir að taka viðtöl við foreldra og nú mættu þeir með börnunum sínum og gátu einbeitt sér að girnilegu morgunverðarborði að hætti hótela sem 10. bekkjar nemendur stóðu fyrir ásamt kennara sínum, Ingvari Jónssyni, og fleiri hjálparhellum.,“ segir á vefsíðu skólans.

Ýmislegt girnilegt var á boðstólnum eins og hrærð egg, beikon, bakaðar baunir, amerískar pönnukökur, heitur brauðréttur, brauð og kex, smurostar og salöt, pestó og muffins.

Nú er komið vetrarfrí í grunnskólanum og hefst hann aftur þriðjudaginn 20. október.

Hér má sjá myndasafn frá foreldradeginum af vef grunnskólans.