Nýtt ungmennaráð skipað í sveitarfélaginu

ungmennathing2014_01Í morgun á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar var nýtt ungmennaráð skipað í sveitarfélaginu og situr það í eitt ár.

Auglýst var eftir áhugasömum einstaklingum til að sitja í ráðinu og allir þeir einstakingar sem sýndu því áhuga fengu sæti í ungmennaráðinu. Leitað var sérstaklega eftir fulltrúum úr dreifbýli sveitarfélagsins en því miður þá gekk það ekki að þessu sinni.

Spennandi verður að sjá hvað nýtt ungmennaráð tekur sér fyrir hendur en ungmennaráð sveitarfélagsins hefur verið mjög virkt seinustu ár. Í nýju ungmennaráði sitja:

Aðalmenn:
Adam Freyr Gunnarsson
Berglind Dan Róbertsdóttir
Sandra Dögg Þrastardóttir
Ragnar Óskarsson
Sandra Dís Jóhannesdóttir

Varamenn:
Þórey Katla Brynjarsdóttir
Sigurður Freyr Sigurvinnsson
Axel Örn Sæmundsson
Sesselía Dan Róbertsdóttir
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir