Þór og Ægir með sameiginlegan utan yfir búning

Þór ÆgirSeinustu ár hafa margir foreldrar í sveitarfélaginu þurft að kaupa nokkrar tegundir af utan yfir göllum þar sem barnið þeirra æfir meira en eina íþróttagrein.

Nú er það liðin tíð því Knattspyrnufélagið Ægir og Ungmennafélagið Þór hafa komist að samkomulagi um sameiginlegan jakka/hettupeysu fyrir allar deildir félaganna. Jakkinn er svartur í grunninn með hvítum og gráum röndum og svartar buxur. :etta kemur fram í tilkynningu frá stjórnum félaganna.

Búningurinn verður merktur félagsmerkjum beggja félaga fyrir alla yngri flokka þar sem margir iðkendur stunda margar íþróttagreinar. Þó skal tekið fram að það er alltaf val hvers og eins ef viðkomandi vill sleppa öðru hvoru félagsmerkinu. 

Náðst hefur samkomulag við Jakosport á Íslandi um sölu á búningnum og mun Jakosport sjá um kynningu á íþróttabúningnum og öðrum vörum í íþróttamiðstöðinni þann 21. október nk. frá kl. 17:00-19:00.