skjalftar01Jarðskjálftahrina stendur yfir við Ölfusárósa um 5 kílómetra norðvestan við Eyrarbakka. Skjálftarnir eru vestan við svokallaða Krosssprungu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Frá því í gær er um 40 skjálfta að ræða á þessu svæði en stærsti skjálftinn mældist 2,5 stig upp úr kl. 13 í dag.

Í samtali við Mbl.is telur Mart­in Hensch, jarðskjálfta­fræðingur hjá Veður­stofu Íslands, ólíklegt að stærri skjálftar muni fylgja í kjölfarið en útilokar það þó ekki.