Náttúrufegurð Þorlákshafnar í nýju myndbandi Kiriyama Family

kiriyamafamilyHljómsveitin Kiriyama Family sendi í gær frá sér glænýtt tónlistarmyndband við lag sitt Chemistry sem verður að finna á væntanlegri plötu sveitarinnar.

Það sem vakti athygli okkar á Hafnarfréttum er að sandfjaran og bjargið við Þorlákshöfn leikur stórt hlutverk í myndbandinu sem leikstýrt er af rapparanum Ágústi Bent.

Náttúrufegurð Þorlákshafnar hefur greinilega heillað meðlimi Kiriyama Family en þeir koma einmitt flestir frá nágrannasveitarfélögunum, Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

Hægt er að sjá þetta vel heppnaða myndband þeirra í spilaranum hér að neðan.