Græni drekinn kominn úr dvala

Græni drekinn snap chatGræni drekinn, stuðningsmannasveit Þórsara í körfubolta, er vaknaður af löngum dvala og ætlar að fjölmenna á leik FSu og Þórs á Selfossi á morgun.

Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir körfuboltann í bænum því Græni drekinn hefur sýnt mikinn lit á leikjum Þórsara og verið sjötti maður liðsins oft á tíðum.

Græni drekinn lofar brjálaðri stemningu á fimmtudaginn og hvetur alla bæjarbúa til að mæta á leikinn og taka undir með drekanum í þessum Suðurlandsslag.

Græni drekinn hefur einnig ákveðið að nútímavæðast og skrá sig á Snapchat. Áhugasemir geta bætt Græna drekanum við hjá sér á Snapchat en notendanafn þeirra er: graenirdrekar.