Mjög ódýrt að æfa fimleika í Þorlákshöfn

fimleikar01Fyrr í dag birtum við upplýsingar um æfingargjöld Ægis í samanburði við niðurstöður könnunar sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði nú nýverið. Verðlagsnefndin tók einnig saman upplýsingar um hvað það kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn haustið 2015 í u.þ.b 4. klst. á viku.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu að mjög mikill munur er á hæsta og lægsta verðinu eða allt að 134% munur. „Dýrast er að æfa hjá Íþróttafélaginu Gerplu en það kostar 58.197 kr. en ódýrast hjá Íþróttafélaginu Hamri 24.889 kr. sem er 33.308 kr. verðmunur eða 134%.

Ef við berum þessar tölur saman við æfingargjöld hjá fimleikadeild UMF Þórs þá má sjá að það er mun ódýrara að æfa með Þór en þar kostar haustönnin 16.200 kr. fyrir 8-9 ára börn og er æft fjórar klukkustundir í viku. Verðmunurinn á Gerplu og UMF Þór er því um 259%.

fimleikar æfingagjöldVerðmunurinn á milli Hamars, sem var með ódýrasta gjaldið í úttekt Verðlagsnefndar ASÍ, og UMF Þórs er um 54% ef við skoðum 8-9 ára börn hjá UMF Þór.

Ef við skoðum æfingar fyrir 10-13 ára krakka hjá UMF Þór þá æfa þau í fimm klukkustundir á viku og kostar haustönnin fyrir þessa krakka 19.000 kr. Verðmunurinn á ódýrasta gjaldinu í úttekt verðlagsnefndar og UMF Þórs er þarna um 31%.

 

Stuðningur sveitarfélagsins
Ánægjulegt er að sjá að æfingagjöld hjá fimleikadeild UMF Þór séu þetta lág í samanburði við önnur félög. Ein af ástæðunum fyrir því að fimleikadeildin getur haft æfingagjöldin þetta lág er að Sveitarfélagið Ölfus styrkir íþróttafélögin myndarlega ár hvert sem skilar sér til iðkenda og foreldra þeirra.