Elín endurkjörin formaður BSRB

elin01Elín Björg Jónsdóttir var í dag endurkjörinn formaður BSRB á þingi bandalagsins sem staðið hefur yfir síðustu þrjá daga.

Elín Björg, sem búið hefur í Þorlákshöfn í fjölda mörg ár, tók fyrst við embættinu árið 2009 og hefur því verið formaður BSRB í 6 ár.

Þá var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, endurkjörinn 1. varaformaður BSRB og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var endurkjörinn 2. varaformaður BSRB. Bæði formaður og varaformennirnir tveir voru sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð bárust.