HeimaAðhlynning

Gróa SkúladóttirHeimaAðhlynning er einkarekin sjúkraliðaþjónusta í neðanverðri Árnessýslu fyrir eldri borgara, fatlað fólk og aðra sem þurfa aðstoð heima fyrir í lengri eða skemmri tíma.

Lögð er áhersla á persónulega og sveigjanlega þjónustu með það að markmiði að mæta þörfum einstaklingsins sem best, þannig að hann hafi tækifæri til að búa á sínu eigin heimili sem lengst.

Gróa Skúladóttir, sjúkraliði á Eyrarbakka, stofnaði sjúkraliðaþjónustuna HeimaAðhlynningu sumarið 2015. Gróa hefur langa og fjölþætta reynslu af ummönnunarstörfum hjá mörgum stofnunum og var um árabil forstöðukona dvalarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka, en hefur undanfarin ár starfað á hjúkrunarheimilinu að Kumbaravogi á Stokkseyri.

Gróa hefur leyfi Landlæknisembættisins til að bjóða upp á sjálfstæða sjúkraliðaþjónustu. Hún er reiðubúin til þess að kynna þjónustuna frekar með heimsókn, símtali eða með tölvupósti.

Síminn er 661 4336; netfangið er heimaadhlynning@eyrarbakki.is; og vefsíða með nánari upplýsingum er www.heimaadhlynning.wordpress.com.