Stórsigur Þórsara – Viðtöl

IMG_20151106_214625Þórsarar áttu ekki í miklum vandræðum með ÍR-inga þegar liðin mættust í Icelandic Glacial höllinni í Domino’s deildinni í kvöld. Lokastaðan var 107-64.

Liðið hafði yfirhöndina alveg frá upphafi leiks og áttu Breiðhyltingar engin svör við sterkum leik Þórsara. Skemmtilegt er frá því að segja að allir leikmenn Þórs skoruðu stig í þessum leik og átti Davíð Arnar frábæra rispu í fjórða leikhluta þegar hann setti niður fjóra þriggja stiga körfur í röð.

Axel Örn var að sjálfsögðu á leiknum og tók viðtöl við Davíð Arnar, stórskyttu Þórs, og Einar Árna þjálfara.