88% ósammála tillögu um gámasvæði á horni Selvogsbrautar og Unubakka

nytt_gamasvaedi01Fyrir sléttri viku síðan settum við í loftið óformlega viðhorfskönnun til að kanna afstöðu íbúa til mögulegrar staðsetningar nýs gámasvæðis í Þorlákshöfn á horni Unubakka og Selvogsbrautar.

Skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd lagði til við bæjarstjórn að hafin yrði vinna við skipulagsferli við að byggja upp gámasvæðið á nýjum stað og kynna hana fyrir íbúum. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hefja skipulagsvinnu og hluti af því er að kynna hugsanlega nýja staðsetningu fyrir bæjarbúum.

Samkvæmt þessari óformlegu könnun Hafnarfrétta eru íbúar ekki sáttir við staðsetninguna en 88% prósent kjósenda eru ósammála því að skipuleggja gámasvæði á þessum stað. 10% er sammála því að skipuleggja slíkt svæði á þessum stað og 2% hefur ekki skoðun á þessu. Fjöldi atkvæða í könnuninni voru 300 og má sjá niðurstöðuna hér að neðan.

 

Ert þú sammála eða ósammála því að gámasvæðið verði skipulagt á horni Unubakka og Selvogsbrautar?

  • Ég er ósammála því að skipuleggja slíkt svæði á þessum stað (88%, 270 atkvæði)
  • Ég er sammála því að skipuleggja slíkt svæði á þessum stað (9%, 29 atkvæði)
  • Hef ekki skoðun á því (3%, 8 atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 307

Loading ... Loading ...