Könnun: Hvað finnst þér um mögulega staðsetningu gámasvæðisins?

gamasvaedi01Eins og við greindum frá í síðustu viku þá eru uppi hugmyndir um að skipuleggja nýtt móttökusvæði fyrir sorp (gámasvæði) á horni Unubakka og Selvogsbrautar í Þorlákshöfn.

Samkvæmt upplýsingum Hafnarfrétta er gert ráð fyrir því að nýja svæðið verði í líkingu við gámasvæðin á höfuðborgarsvæðinu þar sem horft er til þess að svæðið falli vel inn í umhverfið og sé snyrtilegt. Með nýju staðsetningunni er einnig stefnt að því að auka þjónustu við íbúa.

Í kjölfar greinar Hafnarfrétta varð mikil umræða um málið í bæjarfélaginu. Við ákváðum því að gera óformlega viðhorfskönnun til að kanna afstöðu íbúa til þessarar staðsetningar.

Ert þú sammála eða ósammála því að gámasvæðið verði skipulagt á horni Unubakka og Selvogsbrautar?

  • Ég er ósammála því að skipuleggja slíkt svæði á þessum stað (88%, 270 atkvæði)
  • Ég er sammála því að skipuleggja slíkt svæði á þessum stað (9%, 29 atkvæði)
  • Hef ekki skoðun á því (3%, 8 atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 307

Loading ... Loading ...