Tekur Alfreð við sem aðstoðarþjálfari ÍBV?

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari ÆgisAlfreð Elías Jóhannsson sem nýverið hætti með meistaraflokk Ægis verður mögulega næsti aðstoðarþjálfari ÍBV en þetta kemur fram á vefnum fotbolti.net.

Samkvæmt Óskari Erni Ólafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV, þá hefur félagið verið að ræða við Alfreð um að taka við sem aðstoðarþjálfari ÍBV. Ekki er búið að ganga frá þessum málum en í dag er Alfreð yfirþjálfari yngri flokka hjá Ægi.

„Hann er í starfi í Þorlákshöfn og það eru margir endar sem þarf að binda á svona málum,“ sagði Óskar í samtali við fotbolta.net.