Þór mætir Hetti í 16-liða úrslitum

thor_2015Þór mætir Hetti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag.

Leikurinn fer fram á heimavelli Hattar á Egilsstöðum og verða leikirnir í 16-liða úrslitum spilaðir dagana 5.-7. desember næstkomandi.

Hér að neðan má sjá alla leikina í 16-liða úrslitum karla.

  • Höttur · Þór Þorlákshöfn
  • Hamar · Njarðvík
  • Haukar-b · KR
  • Haukar · Ármann
  • Grindavík · Stjarnan
  • Reynir Sandgerði · Njarðvík-b
  • Keflavík · Valur
  • Breiðablik · Skallagrímur