Stórsigur unglingaflokks

FB_IMG_1446400122833Sameiginlegt lið Þórs og Reynis Sandgerði í unglingaflokki vann í dag öruggan sigur á Stjörnunni b í Íslandsmótinu í körfubolta 90-49. Leikurinn fór fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Okkar menn voru mun sterkari aðilinn í þessum leik og áttu ekki í neinum vandræðum með Stjörnuna.

Magnús Breki Þórðarson var stigahæstur í liði Þórs með 24 stig og Davíð Arnar Ágústsson bætti við 18 stigum ásamt Atla Karli Sigurbjartssyni. Næstur kom síðan Jón Jökull Þráinsson en hann skoraði 16 stig.