Jón Guðni bestur í Sundsvall annað árið í röð

jon_gudni01Jón Guðni Fjólu­son og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, leikmenn Sundsvall í Svíþjóð, voru kosnir bestu leikmenn liðsins af staðarblaðinu Sundsvall Tidn­ingen. Þetta er því annað árið í röð sem blaðið velur Jón Guðna sem besta mann liðsins.

Blaðið gaf leikmönnum liðsins einkunnir eftir hvern leik á tímabilinu og skoruðu íslendingarnir hæst allra þegar upp var staðið ásamt Joakim Nilsson.

Jón Guðni átti frábært tímabil í vörn Sundsvall en liðið fór upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð. Liðið endaði í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og náði að bjarga sér frá falli.