Bergrún, Arna og Birta í 2. sæti söngkeppni NFSu

songkeppni2015Bergrún Gestsdóttir, Arna Dögg Sturludóttir og Birta Rós Hlíðdal lentu í öðru sæti söngkeppni NFSu sem fram fór í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld.

Stelpurnar fluttu lagið Jar of Hearts eftir Christina Perri og gerðu það af mikilli snilld. Sigurvegari keppninnar heitir Elísa Dagmar og flutti hún lagið Hello eftir stórsöngkonuna Adele.

Glæsilegir fulltrúar Þorlákshafnar þarna á ferð sem eiga án efa eftir að láta aftur til sín taka í söngkeppnum skólans.