Þór – Grindavík í kvöld: Græni drekinn kominn til að vera

drekinn2015-1Það verður hart barist í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þór og Grindavík mætast í sannkölluðum suðurstrandarslag.

Þórs liðið hefur spilað frábærlega í síðustu fjórum leikjum og unnu síðast Stjörnuna sannfærandi síðastliðinn fimmtudag. Grindavík vann fyrstu þrjá leiki tímabilsins en hafa nú tapað þremur leikjum í röð og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir ætli sér ekki að tapa þeim fjórða.

Stuðningsmannasveit Þórs, Græni drekinn, er heldur betur kominn úr dvala og virðist kominn til að vera. Samkvæmt heimildum Hafnarfrétta munu þeir fjölmenna á þennan leik og láta vel í sér heyra.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.