Mannbjörg fær 750.000 kr. styrk

bjorgunarsveit01Nýlega fjárfesti Björgunarsveitin Mannbjörg í nýjum og öflugum björgunarbát. Slíkir bátar eru dýrir og þarf ýmis búnaður að vera til staðar í þeim en ekki náðist að fullklára bátinn.

Mannbjörg ákvað því að sækja um styrk til sveitarfélagsins og á seinasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt að styrkja verkefnið um 750.000 kr.