Á morgun, þriðjudaginn 1. desember, ganga skil norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl á öllu landinu, fyrst suðvestantil. Á morgun er því ekkert ferðaveður en Veðurstofa Íslands greinir frá.
Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suðvestanlands. Hvessir enn þegar líður á morguninn og fer að snjóa og búast má við mikilli snjókomu fram eftir degi.
Bylurinn nær hámarki um hádegi með 18-23 metrum á sekúndu.