Jólastemning í Þorlákshöfn – myndir

Jólakvöld (1)Í kvöld var sannkallað jólakvöld í Þorlákshöfn þó svo að ekki hafi verið kveikt á jólatrénu. Fyrirtæki og stofnanir í bænum efndu til viðburða um allan bæ og má þar nefna að Kompan var með jólakvöldið sitt þar sem í boði var markaðsstemning ásamt heitu súkkulaði, piparkökur og jólatónlist flutta af Örnu Dögg og Bergrúnu.

Opið var í VISS vinnustofunni, Björn Pálsson  áritaði bók sína um sögu Þorlákshafnar, kvenfélagskonur, lúðrasveitin og fleiri voru fyrir framan bókasafnið að selja fallega og sniðuga hluti, Meitillinn var með tilboð í gangi, leikskólakonur seldu jólaföndur, kaffistofa Meitilsins var opin sem og Hendur í höfn svo eitthvað sé nefnt.