Búið að velja fulltrúa í unglingalandsmótsnefnd

stukan-22Að mörgu þarf að huga þegar jafn stórt mót er haldið og Unglingalandsmót UMFÍ en unglingalandsmótið verður haldið í Þorlákshöfn árið 2018.

Sveitarfélagið Ölfuss er nú þegar byrjað að skipuleggja framkvæmdir sínar fyrir mótið og búið er að velja fulltrúa til að sitja í unglingalandsmótsnefnd.

Eftirfarandi aðilar voru valdir í nefndina sem fer í að undirbúa þetta stóra og mikla mót sem haldið verður í sveitarfélaginu eftir tæplega þrjú ár.

Fulltrúar í nefndinni eru:

  • Anna Júlíusdóttir
  • Eyrún Hafþórsdóttir
  • Guðbjörg Heimisdóttir
  • Ragnar M. Sigurðsson
  • Gunnsteinn R. Ómarsson