Jón Guðni genginn til liðs við Svíþjóðar­meist­ar­ana í Norr­köp­ing

jon_gudni01Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson sem spilað hefur með Sundsvall seinustu ár hefur skrifað undir samning við Svíþjóðameistarana í Norrköping og er samningurinn til þriggja ára.

Bæjarblaðið Sundsvalls tidning sem er einskonar Hafnarfréttir í Sundsvall náðu tali af Jóni Guðna sem er spenntur fyrir þessari nýju áskorun.

„Mér fannst mig vanta nýja áskor­un á þess­um tíma­punkti. Það voru nokk­ur önn­ur fé­lög sem sýndu mér áhuga og ég gat valið úr nokkr­um til­boðum. Norr­köp­ing eru ríkj­andi meist­ar­ar og spila þar af leiðandi í Evr­ópu­keppni að ári og það heillaði mig,“ sagði Jón Guðni um vista­skipt­in við Sundsvalls tidning.

„Mér fannst Norr­köp­ing spila skemmti­leg­an fót­bolta á síðastliðnu keppn­is­tíma­bili og mér þótti þeir besta liðið sem við spiluðum við. Ég hlakka til að tak­ast á við verk­efni næsta tíma­bils. Mig lang­ar að sjálf­sögðu að vera hluti af leik­manna­hópi Íslands á EM næsta sum­ar, en til þess að það geti orðið að veru­eika þarf ég að standa mig í stykk­inu hjá fé­lagsliðinu á næsta tíma­bili,“ sagði Jón Guðni enn frem­ur í viðtali við blaðið.

Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn þar sem Jón Guðni er kynntur til leiks sem nýr leikmaður Norrköping.