Sex Þorlákshafnarbúar í æfingahópum yngri landsliða í körfu

Basketball going through the basket at a sports arena (intentionSex Þorlákshafnarbúar hafa verið boðaðir á æfingar yngri landsliða í körfubolta en þjálfarar landsliðanna hafa nú valið fyrstu æfingahópa fyrir verkefni næsta sumars.

Leikmennirnir hafa verið boðaðir á æfingar fyrir jólin og er stefnt á æfingar 19.-21. desember.

Þeir leikmenn Þórs sem boðaðir hafa verið á landsliðsæfingar eru Magnús Breki Þórðarson í u-18, Sigrún Elfa Ágústsdóttir í u-16, Benjamín Þorri Benjamínsson í u-16, Dagrún Inga Jónsdóttir og Jenný Lovísa Benediktsdóttir í u-15 og Styrmir Snær Þrastarson í u-15.

Glæsilegir fulltrúar Þorlákshafnar hér á ferð og óskum við á Hafnarfréttum þeim öllum til hamingju með árangurinn.