Hinn sanni jólaandi í Þorlákshöfn

Öðlingurinn Grétar Ingi Erlendsson gerði góðverk nú á dögunum þegar hann tók þátt í Jólaleik Árvirkjans og Suðurlands FM og tilnefndi Guðríði Önnu Sveinsdóttur í leiknum þó svo að hann þekki hana lítið.

Nafn Grétars var dregið úr pottinum í dag og vann Guðríður Anna því Samsung Galaxy spjaldtölvu í verðlaun frá Árvirkjanum.

Eigum við ekki að segja að þetta lýsi jólagleðinni og andrúmsloftinu í Ölfusi. Grétar Ingi fær stórt prik frá okkur hér á Hafnarfréttum og óskum við Guðríði til hamingju.

Hér að neðan má hlusta á upptöku frá því þegar Guðríði er tilkynnt um vinninginn.