Síðasti heimaleikur ársins hjá Þórsurum

thor_2015Í kvöld fá Þórsarar lið Hattar í heimsókn í Domino’s-deildinni í körfubolta. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst hann kl. 19:15.

Þór vann Hött á Egilsstöðum í bikarnum um síðustu helgi en Höttur leitar enn að fyrsta sigrinum í deildinni.

Þetta er síðasti heimaleikur Þórs á þessu ári og er því tilvalið að skella sér á völlinn og styðja strákana til sigurs.