Margoft á liðnum árum hefur verið efnt til tónleika í Þorlákshöfn á vegum Tóna við hafið milli jóla og nýárs og þá jafnan á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins.
Ingimundur var einn af frumbyggjunum í Þorlákshöfn, en hann var einn af hvatamönnum þess að reist væri kirkja á staðnum auk þess sem hann stofnaði og stjórnaði Söngfélagi Þorlákshafnar.
Sonur Ingimundar, píanóleikarinn Jónas Ingimundarson hefur oft á tíðum aðstoðað við að skipuleggja tónleika og gjarnan spilað sjálfur.
Jónas stendur á bak við tónleikana í ár og fær fjölmarga til liðs við sig, m.a. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, Björgu Þórhallsdóttur, söngkona, Mörtu Gunnarsdóttur, sellóleikara og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanóleikari.
Tónleikarnir verða í Þorlákskirkju, mánudaginn 28. desember og hefjast klukkan 20:00.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur (athugið að enginn posi verður á staðnum)