Boðað til íbúafundar vegna áforma um móbergsvinnslu

Heidelberg Materials vekur athygli á íbúafundi sem fyrirtækið hefur boðað til þann 25. júlí nk. kl. 20. Tilefni fundarins er að fara yfir fara yfir stöðuna á áformum Heidelberg um að hefja móbergsvinnslu í sveitarfélaginu og framkvæmdir henni tengdar. Meðal þess sem sérstaklega verður rætt er hugmynd að nýrri staðsetningu vinnslunnar.

Fundurinn fer fram í Versölum, Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi, stýrir fundinum.