Gyða er mótorhjóla- og snjósleðakona ársins

Gyða döggEins og allir landsmenn vita þá var hátíðleg athöfn í gærkvöldi í Hörpu þar sem Eygló Ósk  Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins.

Ölfusingar áttu að sjálfsögðu fulltrúa á svæðinu en Þorlákshafnarbúinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir hlaut í gær viðurkenningu frá ÍSÍ fyrir frábæran árangur í motocrossi kvenna og er hún því mótorhjóla- og snjósleðakona ársins 2015.

Gyða varð í ár Íslandsmeistari í motocrossi kvenna og sigraði allar keppnir í mótaröðinni með nokkrum yfirburðum. Gyða er einungis 16 ára gömul og hefur hún æft stíft undanfarin ár og á framtíðina fyrir sér í íslensku motocrossi.

Óskum við Gyðu innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.