Knattspyrnufélagið heldur nýársball í Ráðhúsi Ölfuss á morgun, laugardaginn 2. janúar.
Hinir bráðskemmtilegu drengir í Svitabandinu munu leika fyrir dansi og halda uppi miklu stuði fram eftir nóttu.
Ægir er með skemmtilegan leik á Facebook-síðu sinni þar sem í boði eru tveir miðar á ballið. Þeir sem like-a og deila statusnum þeirra um ballið komast í pott sem dregið verður úr á laugardaginn. Hægt er að sjá statusinn hér að neðan.
Húsið opnar kl. 23 og er 18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Við viljum minna á nýársballið okkar núna á laugardaginn 2.janúar. Við ætlum að vera með leik þar sem í boði eru 2 miðar…
Posted by Knattspyrnufélagið Ægir on Thursday, 31 December 2015