IMG_20151231_195402Þá er nýtt ár gengið í garð og óskum við á Hafnarfréttum öllum gleðilegs nýs árs.

Árlega áramótabrennan fór fram í Þorlákshöfn í gær. Leiðinlegt veður hafði engin áhrif á Þorlákshafnarbúa sem fjölmenntu á brennuna.

Hafnarfréttir létu sig heldur ekki vanta á brennuna og tóku nokkrar myndir sem sjá má hér að neðan.