Jónas Sigurðsson á vinsælasta lag ársins á Rás 2

verslunin_os_kvedjuhatid-17Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar eiga vinsælasta lag Rásar 2 árið 2015 en lagið „Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá“ endaði í efsta sæti Árslista Rásar 2.

Árslistinn er samantekt allra Vinsældalista Rásar 2 á árinu og er virkilega gaman að okkar maður trónir þar á toppnum. Vinsældalistinn er frumfluttur vikulega á útvarpsstöðinni.