Þrengslum og Hellisheiði var lokað nú um miðnætti vegna ófærðar og hafa Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn og Hjálparsveit skáta í Hveragerði verið kallaðar út.
Það er því ekkert ferðaveður í nótt enda virkilega þungfært víðast hvar á suðurlandinu.
Við hvetjum fólk til að fylgjast með veðri og færð áður en haldið er út úr bænum í morgunsárið.
Uppfært kl. 10:00: Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður en opið er um Þrengsli. Mokstri miðar vel á Suðurlandi og helstu leiðir óðum að opnast.