Þórsarar í undanúrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Haukum

thor_stjarnan_lengjubikar-5Þór vann sigur á Haukum í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla þegar liðin mættust í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld 79-74.

Leikurinn var jafn og spennandi en Þórsarar voru yfirleitt skrefi á undan Hafnfirðingum.

Með sigrinum er Þór komið í undanúrslit bikarkeppninnar og mætir þar annaðhvort KR, Grindavík eða sigurvegara viðureignar Keflavíkur og Njarðvík B.