Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur3Fyrr í kvöld var árlegt jólaföndur foreldrafélagsins haldið í grunnskólanum og að venju mætti fjöldinn allur af börnum ásamt foreldrum sínum til að föndra fallega hluti fyrir jólin.

Boðið var upp á kaffi, djús, piparköku og jólatónlist. Hægt var að skreyta piparkökur, föndra og mála úr ísspýtum t.d. jólatré og stjörnur, skreyta jólapappír, kaupa tréfígúrur og efni til jólakortagerðar og fleira.

Hjá mörgum fjölskyldum er jólaföndur foreldrafélagsins orðið hluti af jólaundirbúningnum og eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessari frétt þá myndaðist góð og notaleg jólastemning í skólanum í kvöld.

Myndirnar fengum við að láni af facebooksíðunni „Menning og viðburðir í Ölfusi og Þorlákshöfn“