Þór mætir Keflavík í undanúrslitum

thor_stjarnan_lengjubikar-1Nú er komið á hreint að það verður Keflavík sem mætir Þór í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Keflavík vann öruggan sigur á Njarðvík B í kvöld og því mæta þeir Þórsurum í Icelandic Glacial höllinni undir lok mánaðarins.

Þór og Keflavík mættust í Domino’s-deildinni síðastliðinn fimmtudag þar sem Keflavík vann 91-83.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni eru það KR og Grindavík sem mætast í Grindavík.