Eva Lind Íslandsmeistari í futsal með liði Selfoss

eva_lind01Kvennalið Selfoss varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í futsal(innanhúsknattspyrnu) eftir sigur á Álftanesi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Með liði Selfoss leikur Þorlákshafnarbúinn Eva Lind Elíasdóttir og átti hún mjög flottan leik og skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í leiknum.

Þetta er fyrsti meistaratitill Selfyssinga í futsal en það var Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, sem tók við Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn.