Digiqole ad

Davíð Arnar með bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar

 Davíð Arnar með bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar

david_arnar01Davíð Arnar Ágústsson hefur farið á kostum með liði Þórs það sem af er vetrar og sett niður hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri.

Kappinn er í dag með bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar en hann hefur skorað 20 þrista úr 39 tilraunum sem gerir 51,3 prósent nýting. Næstir á eftir Davíð eru Keflvíkingarnir Reggie Dupree í öðru sæti og Valur Orri Valsson í því þriðja.

Ekki amaleg nýting hjá Davíð Arnari, sem oftar en ekki er kallaður Davíð konungur af spekingunum í Domino’s körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport.