Raggi Nat og fleiri landsliðsmenn syngja „Ég er kominn heim“ á táknmáli

raggi_taknmal01Körfuknattleikssamband Íslands ásamt Félagi heyrnarlausra gerðu á dögunum myndband við lagið „Ég er kominn heim“ eftir Óðinn Valdimarsson.

Körfuboltakappinn Ragnar Nathanaelsson í Þór fer með hlutverk í þessu flotta myndbandi ásamt öðrum leikmönnum A-landsliða karla og kvenna.

Ragnar og hinir leikmennirnir syngja lagið á táknmáli og gera það með glæsibrag eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.