Bóndadagur í leikskólanum Bergheimum er haldin hátíðlegur með því að nemendur bjóða pabba og öfum sínum í þorramat í hádeginu. Frá upphafi eða árið 2013 hefur þetta vakið mikla lukku og verið vel sótt. Feður og afar taka sér frí frá störfum og sumir koma langan veg til að geta tekið þátt og átt hér góða samveru með börnum sínum.
Höfðu gestir að orði að þetta hefði verið glæsilegt þorrahlaðborð og mjög bragðgóður matur. Þau Setta, Rabbi, Gréta og Jenný hafa haft veg og vanda af því undanfarna daga að undirbúa þorrablótið en einnig var grunnskólanemendum boðið upp á þorramat í hádeginu. Fjölskyldan í Hafnarnes VER gaf leikskólanum söl sem við erum þakklát fyrir og það var gaman að geta boðið upp á hana með þorramatnum.
Nemendur útbjuggu bóndadagshatta og sköpuðu þannig góða stemningu og mörg smakka vel flest allan þann mat sem boðið er upp á og sum hver hákarl og súran hval.
Það er þröngt á þingi og setið á litlum nemendastólum en engin lætur það hafa áhrif á sig og í ár komu 65 gestir sem okkur þykir vænt um að hafi gefið sér tíma til að mæta til okkar.