ÚtsvarRétt í þessu var að ljúka viðureign Ölfus og Kópavogsbæjar í Útsvari þar sem Ölfus fór með sigur eftir æsispennandi keppni.

Ölfus byrjaði mjög vel en Kópavogsbær náði forskotinu á tímabili. Okkar fólk átti svo góðan endasprett og sigraði að lokum 54-77 eftir stórskemmtilega viðureign.

Ölfus er því komið í áttaliða úrslit.